Europe Summit 2015 logo
Watch Promo Video
Sjá samantekt af Europe Summit (Aðalfundinum í Evrópu) árið 2014 ↑

BYGGÐU UPP EIGIÐ SYNERGY VELDI Í RÓM.

Taktu þátt í stærsta viðburði Synergy Worldwide í Evrópu dagana 3. til 5. september í Róm á Ítalíu. Sæktu þér innblástur í 3000 ára arf þessarar fornu borgar til að styrkja undirstöður viðskipta þinna og gera þau öflugri og traustari en nokkru sinni fyrr. Nú er kominn tími til að setja Synergy upp á næsta stig. Ætlar þú að taka þátt?

Skráðu Þig Núna


AF HVERJU ÆTTI ÉG AÐ TAKA ÞÁTT?

10 helstu ástæðurnar fyrir því að fara til Rómar á Summit aðalfundinn 2015.

 1. Þú færð þá viðurkenningu sem þú átt skilið fyrir framúrskarandi árangur 2014-2015
 2. Framkvæmdastjórn Synergy verður með uppfærslur, nýjar fréttir og nýþjálfun
 3. Lyfjafræðileg ráðgjafanefnd Synergy veitir sýn á framtíðarvörur Synergy
 4. Öðlastu einstaka fagþekkingu hjá helstu leiðtogum Evrópu sem miðla leyndarmálum sínum um árangur
 5. Þú færð að heyra sögur frá völdum liðsfélögum sem hafa breytt lífi sínu með vörum fá Synergy og viðskiptatækifærum fyrirtækisins
 6. Deildu hugmyndum og aðferðum með liðsfélögum frá 15 Evrópulöndum
 7. Slakaðu á og njóttu skemmtana, gjafa, veislna o.s.frv.
 8. Skoðaðu Róm og marga heimsþekkta og sögulega staði borgarinnar
 9. Upplifaðu Synergy-kraftinn þegar þúsundir liðsfélaga koma saman undir einu þaki
 10. Helgaðu þig viðskiptum þínum hjá Synergy að nýju!

Taktu þátt dagana 3. til 5. september. Viðskipti þín verða aldrei hin sömu eftir það!

Skráðu Þig Núna


DAGSKRÁ

Fimmtudagur, 3. september
16:00 – 20:00 Skráning
20:00 – 22:00 Móttökuathöfn
Föstudagur, 4. september
10:00 – 13:00 Almennur fundur I
13:00 – 15:00 Hádegisverður (á eigin vegum)
15:00 – 17:30 Almennur fundur II
20:00 – 22:00 VIP móttaka
Laugardagur, 5. september
10:00 – 13:00 Almennur fundur III
13:00 – 15:00 Hádegisverður (á eigin vegum)
15:00 – 18:00 Almennur fundur IV

INNSKRÁNING

Því fyrr sem þú skráir þig, þeim mun meira sparar þú!

Fjöldi þátttakenda er takmarkaður, skráðu þig því eins fljótt og hægt er.Skráðu þig núna!

Þú verður að gefa upp allar nauðsynlegar persónuupplýsingar við innskráningu á Internetinu. Greiðslukortið, sem er skráð í Synergy reikningnum þínum, er skuldfært þegar þú hefur lokið við skráningarferlið. Ef þú vilt láta skuldfæra innskráninguna á annað kort en það sem er skráð í Synergy reikningnum þínum skaltu hringja strax í þjónustuverið eftir innskráninguna og láta starfmönnum þess í té réttar kortaupplýsingar.

Skráningaráætlun
Snemmbúin innskráning Fram til 31. apríl €59
Venjuleg 1. maí - 30. júní €89
Venjuleg 1. júlí - 31. júlí €129
Á staðnum 3. - 5. september €149

Kostnaður miðast við einn einstakling og inniheldur aðgang að öllum viðburðum á Summit. Hótel- og samgöngukostnaður er ekki innifalinn. Endurgreiðslur eru háðar afbókunargjaldi að upphæð 15 evrur. Fyrir afbókanir eftir 31. júlí fást ekki endurgreiðslur. Miðar eru ekki framseljanlegir.

SKRÁÐU ÞIG NÚNA


Hótel

Nokkur hótel eru í boði nálægt Auditorium Parco Dell Musica í Róm. Við höfum fundið nokkra valkosti sem eru í innan við 2,5 km fjarlægð frá viðburðarstaðnum, allt frá 5 stjörnu til 3ggja stjörnu gistirýma. Vinsamlegast bókaðu hótel tímanlega þar sem hótelin geta orðið fullbókuð á skömmum tíma.

3 stjörnu hótel:

4 stjörnu hótel:

5 stjörnu hótel:

Skráðu Þig Núna


Róm

Labbaðu um fornar söguminjar.

RomeFyrir meira en 2500 árum fóru Forn-Rómverjar að kalla Róm borgina eilífu. Þeir trúðu því að þrátt fyrir uppgang og hrun annarra heimsvelda myndi Róm lifa að eilífu. Hingað til hefur það reynst vera rétt. Hægur, en stöðugur, vöxtur Rómar er afleiðing mikillar þolinmæði, vinnu og samfélagslegra framfara, þar á meðal hvað varðar steypu, vegi með slitlagi og innbundnar bækur, svo nokkrir hlutir séu nefndir.

Þessi forna borg á sér ríka fortíð sem laðar söguáhugamenn hvaðanæva úr heiminum að minnismerkjum hennar, torgum, söfnum, katakombum og bænahúsum. Eins og margar nútímaborgir á heimsvísu laðar Róm einnig að sér fólk með áhuga á tísku og vandaðri matargerð. Fáðu þér að borða á götukaffihúsi og njóttu ósvikins spagettís alla carbonara eða fettuccine alfredo.

Róm er miðstöð kaþólsku kirkjunnar og vinsæll áfangastaður hjá mörgum trúuðum og trúlausum ferðamönnum á hverju ári. Páfinn býr í Vatíkaninu sem staðsett er í hjarta Rómar. Í Vatíkaninu er að finna Péturskirkjuna, Péturstorg og La Pietá eftir Michelangelo sem veitir manni raunverulega tilfinningu fyrir því hvernig var að búa í Róm fyrir 500 árum.

Alþjóðlega er Róm helst þekkt fyrir gífurlega stórt safn af þekktum listaverkum og ógleymanlegum arkitektúr. Oft er list og arkitektúr sameinuð í eitt hugmyndaríkt meistarastykki á borð við hina þekktu Sixtínsku kapellu í Vatíkaninu með stórbrotnum loftum máluðum af Michelangelo. Þetta fordæmislausa meistarastykki breytti stefnu vestrænnar listar til frambúðar. Að sjálfsögðu getur maður ekki yfirgefið Róm án þess að skoða hina 12 UNESCO heimsminjastaði hennar, meðal annars Vatíkanið, Colosseum, Pantheon og Treví-gosbrunninn.

Djúpar rætur borgarinnar í fortíðinni fá þig til að skoða aldagamlar götur hennar frá sólarupprás til sólarlags. Taktu þátt með okkur í að læra meira um sögu Rómar og skapa okkar eigin framtíð/sögu á sama tíma!


VETTVANGUR

Auditorium Parco Della Musica. Fáðu þér sæti í verkfræðiundri!

VenueGestir Summit munu verða fyrir tilkomumikilli sjón þegar þeir fara inn í hinn 3400 fermetra, 2800 sæta Sala Santa Cecilia (Santa Cecilia salinn), sem staðsettur er í Auditorium Parco Della Musica í norðurhluta Rómar. Byggingu Parco Della Musica lauk árið 2002 en ítalski arkitektinn Renzo Piano hannaði hana. Nokkrum árum eftir opnun hefur salurinn orðið að fjölsóttasta tónleikastað í Evrópu en meira en milljón gestir heimsækja hann á hverju ári.

Þegar verið var að grafa á þeim stað sem salurinn var byggður fundu verkamennirnir minjar frá ítalskri villu og olíupressu frá 6. öld f.Kr. Munirnir, sem fundust, voru varðveittir og eru núna til sýnis í byggingunni.

Santa Cecilia Hall salurinn er meistarverk hvað varðar hljómburð og byggður fyrir sinfóníuhljómsveitir með 336 fermetra sviði, en það veitir rými fyrir heila hljómsveit og kór. Þessi stórfenglegi salur er hljóðeinangraður og heldur fjarri hljóði frá öðrum sölum byggingarinnar.

Þessi vandaði tónleikasalur er fullkominn fundarstaður fyrir þennan mest spennandi viðburð Synergi í Evrópu.

Skráðu Þig Núna


TÍÐAR SPURNINGAR

Hefur þú einhverjar spurningar varðandi Summit aðalfundinn? Við svörum þeim að bragði!

Verð ég að vera liðsfélagi hjá Synergy til að mæta á Summit?

Til að mæta á Summit aðalfundinn 2015 verður þú að skrá þig og hafa haft virkan Synergy reikning í einhvern tíma á tímabilinu frá janúar til ágúst 2015. Fullgildir liðsfélagar geta einnig boðið gestum til að skrá sig og taka þátt.

Hvaða reglur gilda varðandi klæðnað á Summit?

Klæðnaður fyrir flesta atburðina á að vera snyrtilegur (business casual). Margir klæða sig upp fyrir Recognition Evening (síðdegiskjólar (cocktail dress) fyrir dömur, jakki og bindi fyrir herra).

Er flugfargjaldið til Rómar innifalið í skráningargjaldinu á Summit?

Nei, fólk ber ábyrgð á sínu eigin flugfargjaldi á Summit.

Til hvaða flugvallar ætti ég að fljúga?

Fljúgðu til Fiumicino (Leonardo DaVinci) – FCO.

Sé ég um mínar eigin samgöngur frá flugvellinum á hótelið?

Já, þú sérð um þínar eigin samgöngur frá flugvellinum og á hótelið? Ef þú þarft að fá einhverjar tillögur hvað það varðar skaltu skoða aftur hótelsíðuna.

Hvaða veitingastaðir eru í boði nálægt Parco Della Musica?

Það eru margir veitingastaðir í göngufæri sem bjóða upp á mismunandi verðlag. Einnig má finna veitingastað og bar á sjálfum staðnum.

Er innskráningin mín framseljanleg?

Innskráning er ekki framseljanleg.

Get ég hætt við Summit innskráninguna mína?

Já, þú getur hætt við innskráninguna þína en þú þarft að greiða afbókunargjald að upphæð 15 evrur. Innskráning er óendurkræf eftir 31. júlí 2015.

Útvega ég sjálf/ur gistirými fyrir mig?

Já, þú sérð um að útvega gistirými fyrir þig. Margir valkostir eru í boði í kringum Auditorium Parco Della Musica.

Hvenær er síðasti dagurinn til að skrá sig á Summit?

31. júlí 2015 er síðasti dagurinn til að skrá sig á Summit á Internetinu eða símleiðis. Innskráning verður í boði á staðnum eftir því sem framboð leyfir. Skráðu þig í dag og fáðu besta verðið og öruggt sæti á Summit!

Hvernig er veðrið í Róm í september?

Meðalhitinn í Róm er 21° C / 70° F

Hvaða samgönguvalkostir eru í boði í Róm?

Neðanjarðarlestar, leigubílar og strætisvagnar. Vinsamlegast smelltu hér til að fá frekari upplýsingar.

Ef þú hefur einhverjar frekari spurningar skaltu hafa samband við starfsmann þjónustuvers Synergy.

Skráðu Þig Núna


Race for Rome Kynningin

Ræsið vélarnar félagar Synergy í Evrópu. Nú er kominn tími til að gefa í og spóla af stað á Summit 2015 í Róm og mun Synergy kynningin, Race for Rome, hjálpa þér við það!

Rome Race for Rome kynningin er byggð á grundvallarreglunum um uppbyggingu á viðskiptum til þess að umbuna Synergy viðskiptum þínum til langs tíma og hjálpa þér við að fjármagna ferð þína á Europe Summit í ár í Róm á Ítalíu. Ráðningar, persónulegar stöðuframfarir og persónulegar studdar stöðuframfarir munu auka punktastöðu þína í heild í hverjum mánuði. Með kynningu Summit í ár er boðið upp á þá nýbreytni að þú getur safnað punktum með því að ná þér í SLMsmart og 2x2 kynningarbónusa.

Frá 1. janúar til 31. ágúst munu liðsfélagar um alla Evrópu keppa um eitt af efstu 125 sætunum til að næla sér í peninga til að kosta ferð sína á Summit*. Við umbunum 25 fleiri liðsfélögum í kynningunni í ár miðað við fyrri ár!

Vikulega geta liðsfélagar fylgst með framvindu sinni á blogginu til að meta hversu vel þeir þurfa að gefa í. Punktar uppfærast vikulega.

Hvernig vinn ég mér inn punkta?

Smelltu hér til að sjá kynningarupplýsingarnar.

Race for Rome topp 10 í mánuðinum

Já, þetta er ekki allt! Fyrir utan að næla þér í peninga í uppsafnaða 125 listanum getur þú nælt þér í dýrmætar Apple vörur, Summit innskráningu og Synergy vörur fyrir að vera á meðal þeirra topp 10 sem hafa safnað mestum punktum í hverjum mánuði á tímabilinu 1. janúar til 31. ágúst 2015.

Mánaðarverðlaun topp 10 eru:

 1. 3 nátta hótelgisting + Summit innskráning
 2. iPad Mini + Summit innskráning
 3. iPod Touch + Summit innskráning
 4. iPod Nano + Summit innskráning
 5. iPod Shuffle + Synergy æfingahandklæði + Summit innskráning
 6. Synergy prufupakki—inniheldur einn ProArgi-9+, einn e9, einn Mistify, einn PhytoLife og einn SLMsmart Meal Replacement
 7. V3 næringarkerfið
 8. 2 SLMsmart + 1 e9
 9. Synergy fílófax + Synergy penni
 10. Synergy hristibrúsi + Synergy húfa

Gangi þér vel við punktasöfnunina og að komast á topp 10 listann. Við getum ekki beðið eftir að sjá þig í Róm!

Tíðar spurningar varðandi Race for Rome

Sp: Hvenær fæ ég endurgreiðsluna mína?

Sv: Liðsfélagar, sem komast á topp 125 listann og næla sér í peninga til að komast á Summit aðalfundinn 2015 verða að vera skráðir á viðburðinn fyrir miðnætti 31. ágúst til að fá greitt með þóknunum fyrir september 2015.*/p>

Athugið: Liðsfélagar verða að vera á Summit 2015 til að halda greiðslunum. Frádráttur fer fram á greiðslum þeirra sem skrá sig á Summit 2015 en mæta síðan ekki á viðburðinn.

Gerðu það að markmiði þínu að verða ein/n af fáum sem fara til Róm með 1000 evrur aukalega í farteskinu. Núlíðandi stund er best til að tryggja stöðu þína á toppnum.

Sp: Hvernig geri ég kröfu til/fæ mánaðarverðlaun mín?

Sv: Hótelgistingar og innskráningar verða gerðar í hverjum mánuði eftir að topp 10 verðlaunahafar eru staðfestir. Starfsmenn þjónustuversins munu hringja í verðlaunahafa til að staðfesta heimilisföng og eru verðlaun send eftir staðfestingu á því. Gangi þér vel með punktasöfnunina og við að komast á topp 10 listann.

Skráðu Þig Núna